Dræm bókunarstaða, sér í lagi frá Kaupmannahöfn til Akureyrar, er ástæða þess að Niceair hefur aflýst fyrirhuguðu jómfrúarflugi sínu í febrúar. Martin Michael, forstjóri félagsins, segir í samtali við mbl.is að bókunarstaðan hafi verið „hörmung“ og að það hefði verið „rekstrarlegt sjálfsmorð“ að halda fluginu.
Allir farþegar hafa verið upplýstir um stöðuna og fá endurgreitt. Forsvarsmenn félagsins eru þó hvergi nærri hættir og líta á verkefnið sem maraþonhlaup. Nú er stefnt að því að hefja flug á seinni hluta ársins þegar búið er að styrkja tengsl við ferðaskrifstofur og undirbúa betur komu inn á danskan markað. Micheal segir einnig að meðal annarra verkefna sem nú taki við sé að byggja upp leiðarkerfi innan Evrópu fyrir flugfélagið og er félagið sé nú þegar í viðræðum um flug frá Þýskalandi til áfangastaða í suðri eins og Spánar, Portúgals og Grikklands.


COMMENTS