Slökkvilið Norðurþings var kallað út upp úr klukkan sex í morgun vegna elds í iðnaðarhúsnæði í jaðri Húsavíkur. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang skíðlogaði í kaffistofu hússins.
Í samtali við RÚV segir Henning Þór Aðalmundsson, slökkviliðsstjóri, að tjónið sé mikið. Suðurhluti hússins er ónýtur og miklar hita- og reykskemmdir urðu í bílasalnum, þótt tekist hafi að koma í veg fyrir að eldurinn sjálfur breiddist þangað inn.
Ekkert fólk var í húsinu en þar voru geymdir bílar, tæki og verkfæri. Slökkvistarfi er lokið en vakt verður við húsið fram eftir degi til að fylgjast með aðstæðum.


COMMENTS