Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri fer fram dagana 10.-15. febrúar í Sambíóunum á Akureyri, Amtsbókasafninu á Akureyri og á Listasafninu á Akureyri.
Myndirnar sem sýndar verða í ár eru The Richest Woman In The World, The Great Arch, La Haine, Souleymane´s Story og Maya, Give ME A Title.
Enginn aðgangseyrir er á hátíðina en fyrir sýningar í Sambíóunum þarf að skrá sig. Nálgast má nánari upplýsingar á vef Akureyrarbæjar.
Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís, Myndform og Sambíóin og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Français og Akureyrarbæ.


COMMENTS