,,Ekki í boði að keyra á milli með karlaliðið“

donni

Donni undirritar samninginn ásamt Ingu Huld Pálsdóttur úr kvennaráði Þór/KA.

Pepsi-deildarlið Þórs/KA undirritaði í dag samning við nýjan þjálfara þegar Halldór Jón Sigurðsson, Donni, var ráðinn til félagsins. Samningurinn er til þriggja ára en Donni hætti nýverið sem þjálfari karlaliðs Þórs.

Þetta kemur eflaust mörgum í opna skjöldu enda ritaði Donni pistil til stuðningsmanna Þórs þegar hann hætti með karlaliðið að hann væri að hætta af persónulegum ástæðum.

,,Ég ákvað að hætta með karlalið Þórs af fjölskylduástæðum því við þurftum að flytja úr bænum og við búum á Sauðárkróki eins og staðan er núna. Það var voðalega einfalt af hálfu karlaliðs Þórs. Það var ekki í boði að keyra á milli. Þór/KA fannst það hins vegar ágætis hugmynd. Ég mun halda áfram að búa á Sauðárkróki um óákveðinn tíma,“ segir Donni í viðtali við Kaffið.is

Nánar er rætt við Donna hér að neðan þar sem hann ræðir framtíðaráform og fleira.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó