Hraðahindranir settar upp í GilinuHraðahindranir settar upp í Gilinu. Mynd: Akureyrarbær.

Hraðahindranir settar upp í Gilinu

Nú styttist óðfluga í Bíladaga, hátíð sem haldin er ár hvert í bænum þessa helgi, en þeir hefjast á föstudaginn. Starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar hófu að setja upp hraðahindranir víðsvegar um bæinn í dag. Ýmsar ráðstafanir eru gerðar í tengslum við þessa helgi til að koma í veg fyrir of hraðan akstur og svo kallað „drift“ á bílaplönum bæjarins. Meðal annars eru settar upp hraðahindranir í Gilinu og á Miðhúsabraut, brekkunni við Skautahöllina á Akureyri. Auk Bíladaga er margt um að vera um helgina og má búast við fjölmenni í bænum en m.a. er júbilantahátíð Menntaskólans á Akureyri, útskrift Háskólans á Akureyri og útskrift Menntaskólans á Akureyri á dagskrá um helgina.

Nánari upplýsingar um dagskrá Bíladaga má finna hér.


UMMÆLI

Sambíó