16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldiFrá ljósagöngu á Akureyri fyrir nokkrum árum, þegar var gengið frá Akureyrarkirkju niður á Ráðhústorg. Mynd: Akureyri.is

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Í dag hefst alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni verður ljósaganga á Akureyri sem hefst kl. 17. Gengið verður frá Menningarhúsinu Hofi að Akureyrarkirkju.

Að göngunni standa Jafnréttisstofa, Soroptimistar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna. Boðið verður upp á kakó og piparkökur í lok göngunnar. Treflar til styrktar Aflinu verða til sölu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi má rekja aftur til ársins 1991. Tímasetning átaksins er engin tilviljun, en það hefst í dag 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur 10. desember á hinum alþjóðlega mannréttindadegi. Markmið átaksins er að vekja athygli á og knýja á um afnám alls kyndbundins ofbeldis.

Í tilefni átaksins verður stígurinn meðfram Drottningarbraut, Samkomubrúin og Hof upplýst með appelsínugulum ljósum, en appelsínugulur er litur átaksins.

Við hvetjum alla til að mæta og ganga saman gegn ofbeldi.

COMMENTS