Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu opnar 20. maí 2025

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu opnar 20. maí 2025

Hreinn Halldórsson, alþýðulistamaður, hefur ákveðið að endurtaka opnun á Ævintýragarði sínum við Oddeyragötu 17 líkt og hann hefur gert síðustu þrjú ár. Garðurinn verður opinn alla daga í sumar frá klukkan 10:00-20:00. Aðgangur er ókeypis, eins og ávallt, og myndatökur leyfðar. Við flest verkin en stuttur texti bæði á íslensku og ensku með nafni verksins og úr hvaða ævintýri það er tekið.

„Garðurinn er einkagalleríið mitt, lifandi undir berum himni þar sem lofthæðin er endalaus og lýsingin síbreytileg. Verkin má flest rekja til íslenskra bókmennta og ævintýra en síðustu ár hefur hugur minn og listsköpun snúið að sígildum ævintýrum sem eru mér minnisstæð frá bernskuárum mínum,“ segir Hreinn þegar að kemur að því að segja frá Garðinum.

COMMENTS