Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Háskólanum á Akureyri tíu milljóna króna styrk til að undirbúa nýja þriggja ára BS-námsbraut í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Stefnt er að því að kennsla hefjist haustið 2026.
Námið er unnið í nánu samstarfi við SÁÁ og mun heyra undir hjúkrunarfræðideild skólans. Það verður bæði fræðilegt og klínískt, þar sem HA sér um allt starfsnám á heilbrigðisstofnunum og mun einnig ná yfir spilafíkn.
Bæði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra og Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, fagna þessu frumkvæði. Þær telja það styrkja vægi fagsins innan heilbrigðiskerfisins og tryggja framtíðarþróun þess. Breytingin er lokaskref í að færa allt nám til starfsleyfis löggiltra heilbrigðisstétta inn í formlegar menntastofnanir en SÁÁ hefur hingað til séð um þjálfun stéttarinnar.
Nánar á vef Stjórnarráðsins.


COMMENTS