Ágúst Eðvald snýr aftur til ÞórsMynd/Þór

Ágúst Eðvald snýr aftur til Þórs

Knattspyrnudeild Þórs og Ágúst Eðvald Hlynsson hafa gert með sér samkomulag um að Ágúst gangi til liðs við Þórs um áramótin og mun Ágúst því snúa aftur í Þorpið eftir fjórtán ára fjarveru. Þetta kemur fram á vef Þórs.

Ágúst, sem er fæddur árið 2000 á Akureyri, kemur til Þórs frá Vestra þar sem hann varð bikarmeistari í sumar en Ágúst hefur einnig leikið með Breiðablik, Víking, FH og Val í efstu deild hér á landi. Sömuleiðis hefur hann leikið erlendis með unglingaliðum Norwich og Brøndby 2017-2019 og með Horsens og AB í Danmörku ásamt því á Ágúst 35 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað 5 mörk í þeim leikjum.

COMMENTS