Alþjóðlegur dagur ljósmæðra í dagMynd/HSN

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra í dag

Í dag er alþjóðlegur dagur ljósmæðra og er starfi þeirra fagnað víða um heim. HSN senti frá sér stutta tilkynningu í tilefni dagsins þar sem segir:

„Hjá HSN starfa 12 ljósmæður, frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri. Störf ljósmæðra krefjast mikillar sérþekkingar og ábyrgðar og sinna þær m.a. meðgönguvernd, ungbarnavernd og fleiri verkefnum. Við óskum ljósmæðrum hjá HSN og á landinu öllu innilega til hamingju með daginn – takk fyrir ykkar magnaða og mikilvæga starf.“

COMMENTS