Áttræður Maggi Eiríks heldur tónleika á Akureyri

Áttræður Maggi Eiríks heldur tónleika á Akureyri

Magnús Eiríksson er einn af ástsælustu tónlistarmönnum Íslands og hann mætir nú til leiks í Hofi þar sem ferli hans og frama verður fagnað með stórtónleikum. 

Auk Magnúsar eru það Ellen Kristjáns, KK, Múgison, Pálmi Gunnars og Ragga Gísla sem stíga á svið í Hamraborgarsalnum í Hofi sunnudaginn 14. september, sannarlegt einvalalið tónlistarfólks. Hljómsveitarstjórn er í höndum Þóris Úlfarssonar. 

Magnús skilur eftir sig marga þekkta smelli úr íslenskri tónlistarsögu, þar má meðal annars nefna Þorparinn, Draumaprinsinn, Ó, þú, Einbúinn, Einhvers staðar einhvern tímann aftur og Ég er á leiðinni.  

Örfáir miðar eru eftir á tónleikana. Hægt er að kaupa miða á TIX.is.

COMMENTS