Beint frá býli dagurinn haldinn í þriðja sinn

Beint frá býli dagurinn haldinn í þriðja sinn

Hinn sívinsæli viðburður, Beint frá býli dagurinn, verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi. Dagurinn hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem fjölskylduvænn hátíðisdagur þar sem neytendur geta heimsótt bóndabæi, kynnst starfsemi smáframleiðenda og keypt gæðavörur milliliðalaust.

Að viðburðinum standa Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) og Beint frá býli (BFB) en markmiðið er að efla tengsl milli framleiðenda og neytenda og vekja athygli á íslenskri matarmenningu.

Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2023 og hefur vaxið hratt síðan þá. Í fyrra heimsóttu yfir 4.500 gestir sjö býli víðsvegar um landið, sem var 50% aukning á milli ára. Gestir hafa verið ákaflega ánægðir með að fá tækifæri til að njóta dags í sveitinni, fræðast um matvælaframleiðslu og kaupa vörur beint af býli.

Hér fyrir neðan má sjá staðsetningar fyrir býlin sem munu bjóða í heimsókn.

Beint frá býli dagurinn haldinn í þriðja sinn

COMMENTS