Bílaleiga Akureyrar, Höldur, hefur tilkynnt viðskiptavinum í langtímaleigu að fyrirtækið muni innheimta sérstakt umsýslugjald, 1.550 krónur á mánuði, frá og með 1. janúar 2026. Mbl.is greindi frá málinu.
Ástæða gjaldtökunnar er sögð aukið umfang vegna nýrra laga um kílómetragjald sem nú nær til allra ökutækja, óháð orkugjafa. Gjaldið nemur 6,95 krónum á hvern ekinn kílómetra og rennur í ríkissjóð.
Í tilkynningu Hölds kemur fram að innleiðingin hafi í för með sér verulegan kostnað vegna utanumhalds og gagnameðhöndlunar. Ársgjald vegna þessarar umsýslu mun því nema rúmum 23 þúsund krónum með virðisaukaskatti. Viðskiptavinir eru beðnir um að skrá kílómetrastöðu bíla sinna á vef fyrirtækisins fyrir 28. desember til að tryggja rétta innheimtu


COMMENTS