Bílvelta á BorgarbrautMynd/Rúv - Kristófer Óli Birkisson

Bílvelta á Borgarbraut

Á þriðja tímanum var fólksbíl ekið á ljósastaur á Borgarbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að bíllinn valt. RÚV greindi frá. Ökumaðurinn var einn í bílnum og festist eftir veltinu, þurfti slökkviliðið að beita klippum til að ná honum út. Hann var í kjölfarið fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri en upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Lögregla og slökkvilið hafa nú lokið störfum á slysstað, þar sem bíllinn hefur verið fjarlægður.

COMMENTS