Björgunarsveitin Súlur fær afhendan nýjan bílLjósmynd/Björgunarsveitin Súlur

Björgunarsveitin Súlur fær afhendan nýjan bíl

Björgunarsveitin Súlur fékk nýverið afhentan nýjan bíl af tegundinni Dodge Ram 3500 Laramie Mega Cab. Bíllinn stendur á 40” dekkjum, er búinn auknum ljósabúnaði og sérlausnum fyrir björgunarstörf eins og sleðapalli, sem gerir hann einstaklega vel fallinn til ferða í erfiðri færð og krefjandi verkefnum.

„Við hlökkum til að sjá hann í notkun í verkefnum og æfingum á komandi árum,“ segir í tilkynningu frá björgunarsveitinni á Facebook.

Á myndinni sjást Aðalsteinn Ernir Bergþórsson og Njáll Ómar Pálsson taka við bílnum frá Ísband fyrir sveitarinnar.

COMMENTS