Brotist inn á fjögur byggingasvæði

Brotist inn á fjögur byggingasvæði

Í færslu á Facebook biðlar Lögreglan á Norðurlandi eystra til þeirra sem starfa á byggingarsvæðum, viðhaldssvæðum eða öðrum sambærilegum vinnustöðum að huga sérstaklega að öruggri vörslu eigna sinna. Þetta kemur í kjölfar þess að fyrr í þessum mánuði var brotist inn á vinnusvæði á fjórum stöðum á Akureyri og stolið þaðan miklu magni af alls konar verkfærum. Þessi mál eru í rannsókn hjá lögreglunni en ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þjófanna.

„Þetta er auðvitað algjörlega óþolandi því burtséð frá verðmætinu á viðkomandi verkfærum setur þetta starfsemina á vinnustöðunum að einhverju leyti úr skorðum. Tjón framkvæmdaaðila er því mikið,“ segir í færslu lögreglunnar.

COMMENTS