Árni Jóhann Arnarsson og Hreiðar Garðarsson í Gonzo skelltu sér nýverið í heimsókn til Egils Loga Jónassonar, einnig þekktur sem Drengurinn fengurinn. Egill er bæjarlistamaður Akureyrar ársins 2025 og hefur meðal annars hefur gefið út ófá lög. Að sama skapi er hann duglegur að gera óhefðbundin og skemmtileg listaverk. Strákarnir spyrja Egil spjörunum úr og fara yfir feril hans í stórskemmtilegu viðtali.
Hér að neðan má sjá myndband frá strákunum í Gonzo sem er unnið í samstarfi við Kaffið.is.


COMMENTS