Dúettinn Bóndi og Kerling úr Eyjafjarðasveit, sem hjónin Sigríður Hulda Arnardóttir söngkona og Brynjólfur Brynjólfsson laga- og textasmiðu skipa, hafa gefið út nýja plötu á Spotify. Árið 2024 gáfu þau út plötuna „Úr tóngarðinum“ og ber nýja platan þeirra heitið „Hvað er tíðinda.“
Hjónin segja nýju plötuna þjóðlega og á henni leynast bæði þekkt þjóðlög og frumsamið efni. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast lögin á Spotify.


COMMENTS