Dúettinn Bóndi og Kerling gefa út nýja plötu

Dúettinn Bóndi og Kerling gefa út nýja plötu

Dúettinn Bóndi og Kerling úr Eyjafjarðasveit, sem hjónin Sigríður Hulda Arnardóttir söngkona og Brynjólfur Brynjólfsson laga- og textasmiðu skipa, hafa gefið út nýja plötu á Spotify. Árið 2024 gáfu þau út plötuna „Úr tóngarðinum“ og ber nýja platan þeirra heitið „Hvað er tíðinda.“

Hjónin segja nýju plötuna þjóðlega og á henni leynast bæði þekkt þjóðlög og frumsamið efni. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast lögin á Spotify.

COMMENTS