Fyrr í vikunni fjallaði Kaffið um tilnefningu Hrafnagils sem ræktunarbú ársins 2025. Eyjafjarðarsveit gaf út frá sér tilkynningu í gær að sömuleiðis hefðu Finnastaðir hlotið tilnefningu. Fagráð í hrossarækt valdi alls 12 hrossaræktarbú til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins og var hrossarækt á Finnastöðum eitt 12 og annað þeirra úr Eyjafjarðarsveit, sem tilnefnd voru. Upphaflega stóð valið á milli 56 búa sem náðu athyglisverðum árangri á árinu.
Hjónin Björgvin Daði Sverrisson og Helena Ketilsdóttir eru með sína hrossarækt á Finnstöðum og hefur gengið vel í ár. Til að mynda var 6 vetra stóðhesturinn Fenrir frá Finnastöðum efstur á vorsýningu á Hellu með 8,86 í aðaleinkunn, einnig hafa þau ræktað tvær heiðursverðlaunahryssur árin 2022 og 2025 sem og sigraði Björgvin Daði í 1. flokki í einstaklingskeppni á lokamóti í G-Hjálmarsson deildinni þar sem hann tók þátt í öllum greinum á einungis tveimur heimaræktuðum hestum.
Hægt er að lesa nánar á vef Eyjafjarðarsveitar.


COMMENTS