Fiskeldisstöð norðan við HauganesMynd/Dalvíkurbyggð

Fiskeldisstöð norðan við Hauganes

Dalvíkurbyggð hefur hafið skipulagsvinnu vegna áforma Laxóss ehf. um að reisa 16 hektara fiskeldisstöð á athafnasvæði norðan við Hauganes.

Fyrirhugað athafnasvæði verður um 16 ha, að hluta á landfyllingu. Lagður verður aðkomuvegur, útivistarstígur og vatnslögn að svæðinu, ásamt því að gert er ráð fyrir viðlegumannvirki fyrir skip allt að 130 m á lengd. Á athafnasvæðinu verður gert ráð fyrir stórseiðaeldisstöð með 12 eldistönkum og matfiskaeldisstöð með 48 eldistönkum.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta sent inn ábendingar um lýsinguna til 23. júlí næstkomandi í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins eða Skipulagsgátt.

COMMENTS