Grenivíkurgleðin haldin helgina 15. og 16. ágúst

Grenivíkurgleðin haldin helgina 15. og 16. ágúst

Bæjarhátíðin Grenivíkurgleði fer fram um helgina með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Hátíðin hefst á föstudagskvöldinu þegar þeir Stebbi Jak og Gunnar Illugi troða upp á Kontornum klukkan 21:00.

Á laugardeginum hefst dagskráin klukkan 12:00 með barnaskemmtun, hoppuköstulum og leikjum fyrir utan Kontorinn og Jónsabúð. Klukkan 14:00 verða útitónleikar á gömlu bryggjunni og „happy hour“ á Kontornum frá 16:00 til 18:00 þar sem Magnús (Mangi) trúbador spilar fyrir gestum.

Um kvöldið, klukkan 19:00, verður grillveisla við gamla sílóið í íþróttahúsinu þar sem fólki er boðið að koma með eigið grillmeti. Krakkagleði með Jónínu Björt og Þórði hefst klukkan 19:30 og síðar um kvöldið, klukkan 21:00, stýra þau fjöldasöng. Hátíðinni lýkur með balli þar sem Húsbandið leikur fyrir dansi frá klukkan 23:00.

COMMENTS