Hlutfall erlendra ríkisborgara er lægst á Norðurlandi eystra borið saman við aðra landshluta, eða 11,5% íbúa. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Þjóðskrár.
Til samanburðar er hlutfallið hæst á Suðurnesjum þar sem erlendir ríkisborgarar eru tæp 30% íbúa, og á Vestfjörðum þar sem hlutfallið er 24%.
Á landsvísu hefur orðið sú breyting að hlutfall íslenskra ríkisborgara er komið undir 80% í fyrsta sinn í sögunni en erlendir ríkisborgarar eru nú orðnir rúmlega 20% landsmanna. Pólverjar eru fjölmennasti hópurinn, eða um 6,5% þjóðarinnar, þar á eftir koma Litháar.


COMMENTS