Innri salurinn á LEYNI opnar í fyrsta skipti um helgina

Innri salurinn á LEYNI opnar í fyrsta skipti um helgina

Vikar Mar opnaði barinn LEYNI fyrir nokkrum vikum og móttökurnar hafa ekki látið á sér standa. Á laugardaginn næstkomandi 17. janúar verður innri salur staðarins opnaður fyrir gesti og gangandi í fyrsta skipti.

Til þess að halda upp á opnunina munu tónlistarmennirnir Þorsteinn Kári og Áki Sebastían (Pitenz) spila klukkan 21.00. Þorsteinn Kári gaf út sína aðra plötu Hvörf um mitt síðasta ár og hefur tónlist hans verið lýst sem blöndu af indie-rokki og raftónlist. Tónlistarverkefni Áka hefur þróast úr þyngri dimmbylgjutónum, yfir í hljóðgervlapopp og þaðan yfir í melankólíska og deóníska ný-dans blöndu sem fær hvort tveggja að njóta sín með og án söngs. 

Það er frítt inn á tónleikana. 22 ára aldurstakmark. 

LEYNI er opinn frá klukkan 13.00 til 01.00 á virkum dögum og frá klukkan 13.00 til 03.30 um helgar. 

COMMENTS