KA eflir júdó fyrir fólk með þroskahömlunMynd/KA

KA eflir júdó fyrir fólk með þroskahömlun

Eirini Fytrou, júdóþjálfari hjá Júdódeild KA, var nýlega einn af tveimur íslenskum fulltrúum á alþjóðlegri ráðstefnu í Madríd um aðlögun júdó fyrir einstaklinga með þroskahömlun. Ráðstefnan var lokaliður í 18 mánaða þjálfaraáætlun á vegum verkefnisins „Judo Intellectual Disability Project“ (JIDP), en alls tóku 86 þjálfarar frá 14 löndum þátt. Þetta kemur fram á vef KA.

Á ráðstefnunni sem haldin var af spænska júdósambandinu, kynntu þátttakendur sér nýjar kennsluaðferðir, öryggisreglur o.fl. Þá fengu þeir tækifæri til að taka þátt í verklegri æfingu undir stjórn Marinu Fernandez Ramirez, landsliðsþjálfara Spánar fyrir fatlaðra.

Með þátttöku sinni aflaði Eirini sér dýrmætrar þekkingar sem mun nýtast við að byggja upp öflugt júdóstarf fyrir fólk með þroskahömlun á Akureyri. Júdódeild KA stefnir á að vera í fararbroddi á þessu sviði á Íslandi og með því tryggja að allir hjlóti tækifæri til að stunda íþróttir.

COMMENTS