Katla Karlsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Katla Studio, hefur opnað verslunina Kalt Concept í Hafnarstræti 88.
Í versluninni selur Katla vandað og fjölbreytt handverk frá Katla Studio, Allar heimsins Maríur, Bosk, Fjord, BySirry, Eygló, Casa Berg, Wobbly Digital, Diligems, Sigríði Ágústu, Dóru Emils, Margréti Jónsdóttur sem og vínylplötur með GDRN.
Í desember er opið í Kalt Concept á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum frá klukkan 16.00 til 20.00 og á sunnudögum er opið frá 13.00 til 16.00. Ef göngugarpar í miðbænum taka hins vegar eftir skilti og kerti fyrir utan Hafnarstræti 88 á öðrum tímum þá þýðir það að það sé opið.


COMMENTS