Besta og efnilegasta íþóttafólk Fjallabyggðar var verðlaunað við hátíðlega afhöfn í Tjarnarborg og jafnframt var valinn íþróttamaður ársins 2025. Fjölmargir voru tilnefndir í hinum ýmsu keppnisgreinum. Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar stóðu að valinu á íþrþottamanni Fjallabyggðar í samstarfi við íþróttafélög innan UÍF. Félögin stóðu einnig að viðburðinum í Tjarnarborg.
Í umsögn valnefndar segir meðal annars; „Það er auðvelt hægt að mæla með Laufey Petru sem skíðakonu Fjallabyggðar. Laufey Petra er ung og efnileg skíðakona sem hefur á undanförnum árum sýnt fram á einstakan metnað, jákvætt viðmót og góðan aga. Hún mætir alltaf stundvíslega og leggur sig 100% fram. Laufey er frábær fyrirmynd fyrir aðra iðkendur þar sem hún tekur leiðbeiningum af athygli og nýtir þær til þess að gera sig að betri skíðakonu. Laufey tók þátt í fjölmörgum mótum á árinu hérlendis og svo einnig erlendis t.d. í Frakklandi. Hún tók þátt í meistarmótum í Belgíu, Danmerku og Lúxemborg. Laufey endaði í 12 sæti í bikarkeppni tímabilsins í fullorðinsflokki enn í 3 sæti í flokki 18-20 ára. Hún er fyrirmyndar iðkandi bæði á æfingum og utan æfingartíma. Með þessum dugnaði og elju mun hún ná enn lengra í framtíðinni.“
Nánar á vef Fjallabyggðar.


COMMENTS