Lautin fagnaði 25 ára afmæli sínuMynd/Akureyri.is

Lautin fagnaði 25 ára afmæli sínu

Athvarfið Laut fagnaði nýverið 25 ára starfsafmæli sínu með hátíðarhöldum þar sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur skemmti gestum. Sólveig Baldursdóttir, fagmaður í Lautinni, segir viðburðinn hafa heppnast vel og ríkt hafi mikil gleði.

Í Laut er lögð áhersla á heimilislegt andrúmsloft fyrir fólk með geðraskanir þar sem markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun. Opið er alla virka daga og boðið upp á heitan mat í hádeginu, auk fjölbreyttrar dagskrár. Sólveig segir starfið hjálpa mörgum að halda mikilvægri rútínu sem geti komið í veg fyrir innlagnir.

Athvarfið er opið öllum sem eru allsgáðir. Vegna hátíðanna verður opið til klukkan 12:00 á Þorláksmessu og milli 10:00 og 14:00 dagana 29. og 30. desember.

Nánar á Akureyri.is

COMMENTS