Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir söngleikinn Ronju ræningjadóttur laugardaginn 14. febrúar klukkan 14:00. Sýningin fer fram í Gryfjunni í VMA.
Verkið byggir á þekktri sögu Astrid Lindgren um vináttu Ronju og Birkis í Matthíasarskógi, tónlistin er eftir danska tónlistarmanninn Sebastian. Pétur Guðjónsson er leikstjóri sýningarinnar. Pétur þekkir vel til hjá leikfélaginu enda starfaði hann lengi við skólann og er þetta sjötta uppfærslan sem hann leikstýrir hjá félaginu.
Sýningar verða alls fimm talsins. Auk frumsýningarinnar verður sýningar dagana 15., 20., 21. og 28. febrúar. Allar sýningar hefjast klukkan 14:00.
Nánar á vef VMA.


COMMENTS