Listasafnið á Akureyri hefur fest kaup á tveimur skúlptúrverkum eftir leirlistakonuna Margréti Jónsdóttur. Verkin heita Guðrún Runólfsdóttir og Matthías Jochumsson og eru unnin úr steinleir.
Skúlptúrarnir voru unnir sérstaklega fyrir sýningu Margrétar í Flóru menningarhúsi á Sigurhæðum árið 2025, þar sem hún fagnaði 40 ára starfsafmæli sínu. Sótti listakonan innblástur í fjölskyldumyndir fyrrum ábúenda hússins við gerð verkanna.
Að sýningu lokinni samþykkti listasafnsráð kaup á verkunum og eru þau nú orðin hluti af safneign Listasafnsins. Margrét hefur starfað að listsköpun í áratugi og rekur vinnustofu og gallerí við Gránufélagsgötu á Akureyri.
Nánar á vef Listasafnsins.


COMMENTS