Leikskólinn Krílabær hefur sett upp litríka og skemmtilega listsýningu í Þingey, stjórnsýsluhúsi Þingeyjarsveitar, í tilefni af degi leikskólans þann 6. febrúar. Listaverkin verða til sýnis næstu vikurnar og er sýningin opin öllum.
„Á sýningunni eru listaverk unnin af börnum leikskólans. Börnin unni með liti, form og efni á skapandi hátt og ýmsum mismunandi aðferðum var beitt við sköpunina. Mikil áhersla er lögð á skapandi starf í leikskólanum eins og sýningin sýnir svo skemmtilega,“ segir í tilkynningu frá Þingeyjarsveit.



Myndir/ Þingeyjarsveit.is – Brot af því sem sjá má á sýningunni.


COMMENTS