Lóðarhafar iðnaðar- og athafnalóða hvattir til að taka til

Lóðarhafar iðnaðar- og athafnalóða hvattir til að taka til

Akureyrarbær hefur hafið átaksverkefni þar sem lóðarhafar iðnaðar- og athafnalóða eru hvattir til að taka til á lóðum sínum nú á vordögum. Þetta gildir jafnt um muni á lóðum, á lóðarmörkum og utan lóða.  Samhliða eru allir hvattir til að sækja um stöðuleyfi fyrir gáma.  

Hvatningarbréf hefur verið sent öllum sem skráðir eru fyrir húsnæði á iðnaðar- og athafnalóðum í gegnum island.is. 

„Í sumar verður hvatningunni fylgt eftir. Þeir sem ekki bregðast við geta búist við því að fá frekari áminningu. Slíkt ferli getur endað í dagsektum,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Lóðarhafar á iðnaðar- og athafnalóðum sem ekki hafa fengið hvatningarbréf á island.is er bent á að senda tölvupóst á skipulag@akureyri.is.

COMMENTS