Loftmengun á Akureyri

Loftmengun á Akureyri

Loftgæði á Akureyri mælast nú óholl vegna gosmóðu frá eldgosinu við Sundhnúkagíga á Reykjanesskaga. Í fyrstu var talið að um svifryksmengun væri að ræða en nánari athuganir Veðurstofu Íslands staðfestu að orsökin væri gosmóða.

Samkvæmt frétt RÚV voru tveir loftgæðamælar settir upp á Akureyri í gær til að mæla brennisteinsdíoxíð (SO2​). Mældist örlítið magn efnisins á miðnætti og í nótt en það fór síðan minnkandi. Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við RÚV að þegar gosmóðan blandast vindum og andrúmslofti verði efnaskipti sem valda því að hún kemur fram sem svifryk.

Mbl.is greinir frá því að hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs á Akureyri hafi mælst í morgun og náð 700 míkrógrömmum á rúmmetra. Bjarki Friis, náttúruvárfræðingur á Veðurstofunni, sagði í samtali við mbl.is að þrátt fyrir að þessi gildi séu um tífalt lægri en þau sem mældust í Reykjanesbæ í gær, séu loftgæðin á Akureyri engu að síður talin óholl fyrir viðkvæma einstaklinga. Foreldrum er bent á að láta ekki börn sín sofa úti í dag.

COMMENTS