Framhaldsskólarnir MA og VMA voru settir nú í vikunni með pomp og prakt. MA var settur í 146. skipti og VMA í 41. skipti. Um 870 nemendur eru skráðir í dagskóla VMA í upphafi annar og síðar bætast við nemendur í fjarnámi, nýnemar eru um 250 talsins. Nemendur eru alls 590 í MA og þar af eru nýnemar hátt í þrjúhundruð.
Karl Frímannsson skólameistari MA fór með ræðu þar sem hann kynnti fyrirhugaðar breytingar til þess að auka sveigjanleika í námi. Jafnframt kynnti hann nýja braut við skólann sem ætluð er nemendum af erlendum uppruna sem ekki hafa náð tökum á tungumálinu. Stefnt er að því að nemendur á svokallaðri íslenskubrú geti hafið nám við aðrar námsbrautir í MA sem og annars staðar að braut lokinni.
Nýr skólameistari VMA, Benedikt Barðason, ávarpaði nýnema og forráðamenn þeirra í Gryfjunni á mánudag og bauð nýja nemendur skólans velkomna til náms í skólanum.


COMMENTS