Majó með afmælisopnun á Akureyrarvöku

Majó með afmælisopnun á Akureyrarvöku

Veitingastaðurinn Majó er staðsettur í elsta húsinu á Akureyri, Laxdalshúsi, og fagnar 4 ára afmæli laugardaginn 30. ágúst. Gestum og gangandi er boðið að kíkja við í sérstakan afmælismatseðil frá klukkan 13 og gæða sér á veitingum í föstu og fljótandi formi. 

Listaverk eftir Jónínu Björgu Helgadóttur prýða veggi staðarins og því er kjörið tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og neyta bæði matar og menningar í Laxdalshúsi. 

Akureyrarvaka er í gangi dagana 29. til 30. ágúst sem þýðir að það er nóg um að vera í bænum þessa helgi!

COMMENTS