Dekurdagar hafa afhent Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð 7,7 milljónir króna. Er þetta hæsta upphæð sem safnast hefur í tengslum við verkefnið frá upphafi.
Söfnunin fór fram í október, sem tileinkaður er baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Fjármunirnir söfnuðust með þátttökugjöldum fyrirtækja, frjálsum framlögum og sölu á bleikum slaufum. Ýmis félagasamtök og sjálfboðaliðar komu að framkvæmd söfnunarinnar.
Styrkurinn rennur til reksturs Krabbameinsfélagsins en félagið er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé og styrki frá velunnurum.


COMMENTS