Miðaldadagar á Gásum um næstu helgiMynd/akureyri.is

Miðaldadagar á Gásum um næstu helgi

Miðaldadagar verða á sínum stað þetta árið og verða haldnir á Gásum í Hörgársveit 19. – 20. júlí. Enginn aðgangseyrir en kaupmenn selja varning. Dagskráin er fjölbreytt að venju og verður margt í boði fyrir unga sem aldna.

Dagskrá:

  • 12.00: Söguganga um forna verslunarstaðinn
  • 12.45: Kynning á gerð bókfells fyrir handritagerð
  • 13.30: Gásverjar bregða á leik
  • 14.00: Vopn og vígamenn – fræðsla um vopn og bardagalist miðalda
  • 14.45: Dansinn stiginn að miðalda sið
  • 15.15: Hvernig voru miðaldahandrit gerð?
  • 16.00: Söguganga um forna verslunarstaðinn
  • 11.00-17.00: Kaupmenn selja varning. Handverksfólk að störfum. Bogfimi – fjórar örvar kosta 1.000 kr.

COMMENTS