Minningarsjóður Bryndísar Arnardóttur hefur styrkt listnáms- og hönnunarbraut VMA um 1,8 milljónir króna. Styrknum verður varið til kaupa á námsgögnum og tækjabúnaði fyrir nemendur brautarinnar. Nú þegar hefur hluta fjármunanna verið varið í beinagrind og þrjár hauskúpum til notum í módelteikninga, skjávarpa, stórum pappírsskurðarhníf og skurðarbúnaði fyrir froðuplast.
Móðir Bryndísar, Arnheiður Kristinsdóttir, og barnabarn hennar, Ronja Axelsdóttir, afhentu styrkinn formlega síðastliðinn föstudag og veitti Anna María Jónsdóttir, sviðsstjóri stúdentsprófsbrauta, honum viðtöku fyrir hönd skólans.
Bryndís Arnardóttir, oft kölluð Billa, starfaði um árabil sem kennari við VMA og var einn af frumkvöðlum við uppbyggingu listnámsbrautar skólans. Hún var myndlistarmaður og sinnti einnig kennslu á háskólastigi, í fullorðinsfræðslu hjá SÍMEY og rak Listfræðsluna um tíma. Bryndís lést árið 2022 og var minningarsjóðurinn stofnaður af börnum hennar til stuðnings við konur og nemendur í myndlistarnámi.
Nánar á vef VMA.


COMMENTS