Í gær var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Sjómannafélags Eyjafjarðar um staðsetningu minnismerkis um síðutogaraútgerð á Íslandi, sem verður sett upp austan við strandstíginn við Drottningarbraut, og kostnaðarskiptingu við uppsetningu og viðhald. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.
Minnismerkið er smíðað að frumkvæði áhugahóps um síðutogaraútgerð en verður í eigu Sjómannafélags Eyjafjarðar. Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbær annast grófa jöfnun undirlags fyrir verkið, kostnað við útfærslu og staðsetningu og leggur til rafmagnstengingu að því. Áætlaður kostnaður vegna þessara verkþátta er um hálf milljón króna. Sjómannfélagið ber allan kostnað af uppsetningu minnismerkisins og viðhaldi þess.
Nánar á vef Akureyrarbæjar.


COMMENTS