Norðurþing og Heidelberg hafa undirritað viljayfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á iðnaðarsvæðinu við Bakka á Húsavík. RÚV greindi frá.
Verkefnið snýr að þurrkun móbergs til sementsframleiðslu og hefur félagið leyfi til rannsókna á efnisöflun, meðal annars í Grísatungufjöllum og ofan Jökulsár á Fjöllum. Framundan er vinna við umhverfismat samhliða frekari rannsóknum.
Í yfirlýsingunni segir: „Aðilar eru sammála um að markmið samstarfs þeirra sé að kanna og eftir atvikum leggja grunn að uppsetningu starfsstöðvar Heidelberg til fullvinnslu jarðefnis á Bakka til framtíðar. Slík uppbygging er talin geta stuðlað að aukinni atvinnustarfsemi og haft jákvæð áhrif fyrir sveitarfélagið í samræmi við áætlanir þess um atvinnuþróun.“

COMMENTS