Ný aðkoma að leikskóla við Hrafnagil og bætt umferðaröryggi norðan við íþróttamiðstöðLjósmynd: Eyjafjarðarsveit

Ný aðkoma að leikskóla við Hrafnagil og bætt umferðaröryggi norðan við íþróttamiðstöð

Nýrri aðkomuleið að bílastæði leikskóla hefur verið bætt við. Fyrir og um helgina hefur staðið yfir vinna við að bæta umferðaröryggi norðan við leik- og grunnskólann og íþróttamiðstöðina en afar erfitt ástand hefur verið þar undanfarnar vikur vegna mikillar umferðar og slæmrar birtu. Breytingarnar eru gerðar með öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda að leiðarljósi. Þetta kemur fram á vef Eyjafjarðarsveitar, þar segir einnig:

Opnuð hefur verið ný aðkomuleið að bílastæði leikskólans.

Ekki er mögulegt að aka lengur á milli bílastæðis leikskóla og íþróttamiðstöðvar að norðan. Nauðsynlegt er því að fara rétta leið að því mannvirki sem þarf að sækja þjónustu í.

Þá hefur verið mörkuð og sett upp lýsing á gönguleið að norður inngangi íþróttamiðstöðvar.

Ökumenn eru beðnir um að kynna sér þessar leiðir.

Þeir sem eru að skila börnum eða sækja í grunnskólann eru beðnir um að nota syðir aðkomuna að grunnskólanum til að létta megi á umferðinni að norðan og tryggja betur umferð gangandi vegfarenda á svæðinu.

COMMENTS