Nýjir eigendur Aris Hárstofu

Nýjir eigendur Aris Hárstofu

Í tilkynningu frá Aris Hárstofu kemur fram að þann 1. janúar næstkomandi munu Þær Brynja Jóhannesdóttir og Heiðdís Austfjörð taka við eigendur Aris Hárstofu sem staðsett er í Bautahúsinu við Hafnarstræti 92. Fyrri eigendur, Jóhanna Eyjólfsdóttir og Erla Hleiður Tryggvadóttir, munu stíga til hliðar en þær hafa rekið stofuna síðan 2017. Jóhanna mun enn starfa hjá Aris en Erla mun leggja skærin á hilluna og snúa sér að öðrum hlutum.

„Þetta er stórt skref sem við erum að taka, en við vitum alveg að fyrirtækið okkar er að fara í góðar hendur til flottra fagmanna. Við þökkum öll viðskiptin þessi rúm 8 ár, eða frá stofnun Aris og óskum nýjum eigendum bjartrar framtíðar,“ segja Jóhanna og Erla í tilkynningunni.

Brynja og Heiðdís eru spenntar fyrir nýju hlutverki hlakkar til að halda áfram byggja upp starfið á stofunni.

„Við erum ótrúlega spenntar fyrir þessum nýja kafla og hlökkum til að halda áfram að byggja upp hlýlega og faglega stemningu á Aris. Þetta hefur alltaf verið falleg og traust stofnun, og við hlökkum til að halda áfram þeirri hefð með fersku auga,“ segja þær Brynja og Heiðdís.

COMMENTS