Nýtt kaffihús opnað á HúsavíkMynd/Dísu Café

Nýtt kaffihús opnað á Húsavík

Nýtt kaffihús hefur opnað á Húsavík og ber heitið Dísu Café. Kaffihúsið hefur verið formlega opnað við Vallholtsveg 3 í miðbænum. Veitingageirinn greindi frá. Á staðnum er heimilislegt andrúmsloft og allar kræsingar unnar frá grunni. Hægt er að finna fjölbreytt úrval kaffidrykkja, nýbakað bakkelsi, patisserie eftirrétti, samlokur og fleira góðgæti á matseðlinum. Eigandi kaffihússins er Fanndís Dóra Qypi Þórisdóttir.

„Sérstaka athygli vekur svokallað „ömmuhorn“ þar sem boðið er upp á ekta heimabakaðar kökur úr uppskriftabók ömmu. Þar má finna gömlu, klassísku kökurnar sem margir kannast við og eiga sér sérstakan stað í hjarta gesta,“ segir á vef Veitingageirans.

COMMENTS