„Og í eitt augnablik gleymdi ég mér í öðrum heimi“: Vikar Mar sýnir í Herma Gallerí

„Og í eitt augnablik gleymdi ég mér í öðrum heimi“: Vikar Mar sýnir í Herma Gallerí

Myndlistarmaðurinn Vikar Mar, búsettur og starfandi á Hjalteyri við Eyjafjörð, opnar einkasýningu í Herma Gallerí í Reykjavík miðvikudaginn 24. september næstkomandi. Sýningin ber titilinn „Og í eitt augnablik gleymdi ég mér í öðrum heimi“ og er opin til 29. september. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Vikar heldur sýningu í Reykjavík, en fram að þessu hefur hann meðal annars sýnt í Safnahúsinu á Húsavík og nýlega lauk einkasýningu hans í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. 

Vikar Mar er fæddur árið 1999 og vinnur einkum málverk þar sem efniskennd, endurtekning og táknmyndir mynda kjarnann í sjónrænni rannsókn hans. Vikar notar aðallega olíu og akrýl á striga, en hefur einnig þróað verk á fundna fleti og annað efni úr nærumhverfinu.

Gestum og gangandi er boðið á sýningaropnun hjá Vikari í Herma Gallerí fimmtudaginn 25. september milli klukkan 17 og 20.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.

Vikar Mar er í umboði Assa Art Agency, nýrrar listastofu sem er tileinkuð því að styrkja listamenn með því að tengja sköpunarkraft við tækifæri. Nánari upplýsingar um sýninguna og verk til sölu er hægt að nálgast á heimasíðu þeirra, instagram eða með því að senda póst á assa@assa-agency.com.

COMMENTS