RAKEL gefur út nýtt lagMynd/Eva Schram

RAKEL gefur út nýtt lag

„i am only thoughts running through myself“ er nýjasta útgáfa Rakelar Sigurðardóttur undir listamannsnafni sínu RAKEL. Lagið fylgir eftir „rescue remedy“ sem kom út fyrir nokkrum vikum, en lögin gefa forsmekk af væntanlegri plötu, a place to be, sem kemur út á vegum OPIA Community í október.

RAKEL þarf vart að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum enda hefur tónlist hennar reglulega ratað á topp vinsældarlista hér á landi, hún troðið upp með fjölmörgum þjóðþekktum tónlistarmönnum og hljómsveitum (s.s. Lón, Ceasetone, Nönnu úr Of Monsters And Men, Damon Albarn, Kaktusi Einarssyni, Axel Flóvent o.fl.) og hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir tónlist sína.

i am only thoughts running through myself“ var samið með dönsku tónlsitarkonunni Söru Flindt. Lagið er marglaga og má heyra sveimandi hjóðgervla, heimaupptökur af fuglasöng og fiðlu, auk silkimjúkrar raddar RAKELar sem ber lagið. RAKEL lýsir laginu eins og að stíga inn inn í endurtekna hugrenningu, þar sem allt er ómótað, óleyst og sífellt á hreyfingu. 

RAKEL segir:

i am only thoughts running through myself“ er lag sem við Sara Flindt, sem pródúseraði plötuna, sömdum saman. Ferlið var langt og skemmtilegt, það skemmtilegt að það var eiginlega smá erfitt að hætta. Sem lýsir kannski laginu sjálfu á einhvern hátt, syntha-arpeggía sem fer með mann hring eftir hring, eins og endurteknar hugsanir.

Hlusta: i am only thoughts running through myself (ný smáskífa gefin út í dag)
Hlusta: rescue remedy (fyrsta smáskífa væntanlegrar plötu, a place to be)

COMMENTS