Rúmlega 1,6 milljarða króna rekstrarafgangur árið 2026 hjá Akureyrarbæ

Rúmlega 1,6 milljarða króna rekstrarafgangur árið 2026 hjá Akureyrarbæ

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2026-2029 var lögð fram til síðari umræðu og samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær, þriðjudaginn 2. desember.

Árið 2026 er gert ráð fyrir 3.863 m.kr. afgangi í A- og B-hluta samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 1.659 m.kr. Gert er ráð fyrir batnandi afkomu til ársins 2029.

Heildareignir A- og B-hluta árið 2026 eru áætlaðar um 77.454 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 43.390 m.kr. og eigið fé 34.063 m.kr.

Tekjur A- og B-hluta eru áætlaðar 41.928 m.kr. árið 2025 og skiptast í skatttekjur sem eru 51,46% af heildartekjum, framlög frá Jöfnunarsjóði 16,34% og aðrar tekjur 32,2%.

Gjöld A- og B-hluta eru áætluð 38.064 m.kr. Laun, launatengd gjöld og lífeyrisskuldbindingar nema 62,8% af heildargjöldum, annar rekstrarkostnaður 30,6% og afskriftir 6,59%. Fjármagnsgjöld nema 3.863 m.kr.

Nánar á vef Akureyrarbæjar.

COMMENTS