Stjórn Skautasambands Íslands hefur útnefnt hina 16 ára gömlu Sædísi Hebu Guðmundsdóttur sem skautakonu ársins 2025. Sædís æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Jönu Omelinová og er þetta í fyrsta sinn sem hún hlýtur nafnbótina.
Sædís hefur átt viðburðaríkt ár og sýnt stöðugar framfarir. Hún setti persónulegt met á Vormóti ÍSS með 118,92 stigum og keppti meðal annars á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF). Þá var hún fulltrúi Íslands á tveimur Junior Grand Prix mótum erlendis.
Árangurinn hefur skilað henni inn á heimslista ISU fyrir stúlkur í unglingaflokki (Junior Women), þar sem hún situr í 176. sæti. Sædís er sem stendur eini íslenski kvenkyns skautarinn á þeim lista.
Nánar á vef Skautasamband Íslands.


COMMENTS