Sædís Heba valin skautakona ársinsMynd/Skautasamband Íslands

Sædís Heba valin skautakona ársins

Stjórn Skautasambands Íslands hefur útnefnt hina 16 ára gömlu Sædísi Hebu Guðmundsdóttur sem skautakonu ársins 2025. Sædís æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Jönu Omelinová og er þetta í fyrsta sinn sem hún hlýtur nafnbótina.

Sædís hefur átt viðburðaríkt ár og sýnt stöðugar framfarir. Hún setti persónulegt met á Vormóti ÍSS með 118,92 stigum og keppti meðal annars á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF). Þá var hún fulltrúi Íslands á tveimur Junior Grand Prix mótum erlendis.

Árangurinn hefur skilað henni inn á heimslista ISU fyrir stúlkur í unglingaflokki (Junior Women), þar sem hún situr í 176. sæti. Sædís er sem stendur eini íslenski kvenkyns skautarinn á þeim lista.

Nánar á vef Skautasamband Íslands.

COMMENTS