Samsýning félaga í Myndlistarfélaginu á Akureyrarvöku

Samsýning félaga í Myndlistarfélaginu á Akureyrarvöku

Sýning þessi, á Akureyri og í Þórshöfn í Færeyjum, er fyrsta skrefið í samstarfi við systursamtök Myndlistafélagsins í Færeyjum, Føroysk Myndlistafólk. Þetta kemur fram á vef Myndlistafélagsins, þar segir einnig:

Okkur barst til eyrna að færeyingar kölluðu íslendinga „Jáara“ og við tökum þá á orðinu. Já, já.
   
Eins og sjá má eru verkin fjölbreytt, hver og einn af 47 þátttakendum syngur með sínu nefi. Við fögnum fjölbreytileikanum, hann er okkar styrkur. Ó, já.  

Fimm félagar í  Føroysk Myndlistafólk opna síðan sýningu í Mjólkurbúðinni á Akureyrarvöku á næsta ári. Við væntum þess að þetta samstarf muni vaxa og dafna. Já, já, já, já, – ekki spurning!  

COMMENTS