Hjónin Sigurður Ringsted og Bryndís Kristjánsdóttir hafa fært Rauða krossinum við Eyjafjörð 226.700 króna styrk. Afhendingin fór fram á árlegu jólaboði sjálfboðaliða og starfsfólks deildarinnar þann 10. desember.
Upphæðin safnaðist með sölu á dagatölum sem hjónin létu útbúa sem eru skreytt fuglamyndum eftir Sigurð. Alls seldust 150 dagatöl á tveimur vikum.
Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins við Eyjafjörð, veitti gjöfinni viðtöku og mun framlagið renna til mannúðarstarfs deildarinnar.


COMMENTS