Starfsfólk AK-INN, Leirunestis og Veganestis veitti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis peningagjöf að upphæð 200.000 kr. Á árlegri jólagleði fyrirtækjanna var ákveðið að efna til söfnunar og láta ágóðann renna til góðs málefnis. Að þessu sinni varð Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fyrir valinu.
„Við erum afar stolt af starfsfólki okkar og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem það sýnir í verki,“ segja Markús og Robert, eigendur fyrirtækjanna.
Á myndinni má sjá Lilju (Veganesti), Rakel (Leirunesti) og Júlíu (AK-INN) afhenda Evu Björg, fulltrúa Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, gjöfina fyrir hönd starfsfólks nestanna.


COMMENTS