Þór/KA semur við fimm nýja leikmennLjósmynd - Þór/KA

Þór/KA semur við fimm nýja leikmenn

Knattspyrnufélagið Þór/KA hefur gengið frá samningum við fimm nýja leikmenn. Þrjár eru nú þegar komnar til liðsins og hafa æft og spilað með liðinu. Félögin eiga aðeins eftir að uppfylla formsatriði vegna vistaskipta þeirra, en tvær bandarískar knattspyrnukonur koma til félagsins á næstu vikum.

Frá Tindastóli koma þær Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir, sem báðar eru fæddar árið 2008 og hafa leikið í Bestu deildinni, ásamt Maríu Dögg Jóhannesdóttur (2001) sem einnig hefur verið í lykilhlutverki hjá Sauðkrækingum undanfarin ár.

Bandarísku leikmennirnir eru sóknarmaðurinn Erin Fleury og markvörðurinn Allie Augur. Unnið er að umsóknum um dvalar- og keppnisleyfi fyrir þær og hefur stjórn félagsins lýst yfir von um að afgreiðsla þeirra mála gangi greiðlega fyrir sig í samstarfi við yfirvöld.

Með þessum liðsstyrk hefur Þór/KA, undir stjórn nýs þjálfara Aðalsteins Jóhanns Friðrikssonar, samið við samtals sjö nýja leikmenn í vetur. Áður höfðu Arna Sif Ásgrímsdóttir og Halla Bríet Kristjánsdóttir gengið til liðs við félagið.

Nánar á vef Þór/KA

COMMENTS